Enski boltinn

„Guði sé lof ég fæ nokkra daga í að undirbúa mig“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi var frábær gegn Manchester United í 8-liða úrslitunum
Messi var frábær gegn Manchester United í 8-liða úrslitunum vísir/getty

Liverpool fór nokkuð þægilega í gegnum 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en í undanúrslitunum bíður ærið verkefni, Lionel Messi og hans félagar í Barcelona.

Liverpool vann 6-1 samanlagt í einvígi sínu við Porto og stefnir hraðbyr á annan úrslitaleikinn í röð.

Þjóðverjinn Jurgen Klopp tapaði fyrir Real Madrid í úrslitunum í fyrra þar sem annar af þessum tveimur sem er oftast talað um sem bestu leikmenn heims, Cristiano Ronaldo, var í Madrídarliðinu. Nú mætir hann hinum, Lionel Messi, í undanúrslitum.

„Guði sé lof að ég hef nokkra daga í viðbót til þess að undirbúa mig,“ sagði Klopp um það að mæta Messi.

„Ég held að allir hafi reynt að stoppa hann og það hefur engum tekist það til þessa. En við munum samt reyna og við hlökkum til þess.“

„Það er samt mikið af leikjum sem bíða fyrst áður en við mætum Barcelona, en ég hef aldrei mætt Barcelona áður og ég hlakka til.“

Undanúrslitarviðureignir Liverpool og Barcelona fara fram 1. og 7. maí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.