Íslenski boltinn

Stjarnan meistari meistaranna eftir vítaspyrnukeppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Baldur Sigurðsson með bikarinn
Baldur Sigurðsson með bikarinn mynd/stjarnan
Stjarnan er Meistari meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Valsmenn spiluðu manni færri í 45 mínútur eftir að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var rekinn af velli.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Hannes Þór, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik með Val, gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann missti boltann og var stálheppinn að Stjörnumenn hafi skotið boltanum yfir markið.Undir lok fyrri hálfleiks gerði markvörðurinn önnur og dýrkeyptari mistök. Hann missti boltann of langt frá sér og Þorsteinn Már Ragnarsson komst í hann. Hannes braut á honum til þess að bjarga marki. Atvikið átti sér stað fyrir utan teig og fékk Hannes því að líta rauða spjaldið.Tíu menn Vals þéttu raðirnar og var lítið um opin marktækifæri í seinni hálfleik. Undir lokin reyndu menn hvað þeir gátu að fá fram úrslit en ekki kom mark og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.Í vítaspyrnukeppninni var boðið upp á stórglæsilegar spyrnur sem markmennirnir gátu ekki gert neitt í og að tíu spyrnum loknum voru komin tíu mörk. Í bráðabana varð Haraldur Björnsson hetja leiksins, hann varði frá Orra Sigurði Ómarssyni og tryggði Stjörnunni sigur.Stjarnan lyfti því bikarnum á loft á Valsvellinum að Hlíðarenda og er Meistari meistaranna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.