Íslenski boltinn

Hannes byrjar Pepsi Max deildina í banni | Sjáðu brotið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals
Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals Vísir/Vilhelm

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, nýjasta rósin í hnappagati Íslandsmeistara Vals, byrjar Pepsi Max deildina í leikbanni eftir að hann fékk rauða spjaldið í leiknum um Meistara meistaranna í kvöld.

Hannes fékk rautt spjald á síðustu mínútu fyrri hálfleiks í leiknum við Stjörnuna á Origovellinum að Hlíðarenda í kvöld. Hann átti slæma móttöku eftir langa sendingu, missti boltann of langt frá sér og Þorsteinn Már Ragnarsson komst í boltann.

Hannes braut á Þorsteini til þess að koma í veg fyrir mark og þar sem atvikið átti sér stað fyrir utan teig fékk Hannes réttilega dæmt á sig rautt spjald en ekki vítaspyrnu.Reglur KSÍ segja til um að Meistarakeppni KSÍ og Íslandsmótið telji samna varðandi agaviðurlög og því þýðir rauða spjaldið að Hannes tekur út leikbann í opnunarleik Vals í Pepsi Max deild karla.

Fyrsti leikur Vals er eftir rétt rúma viku, á föstudaginn 26. apríl, og er það jafn framt opnunarleikur deildarinnar. Þá mætir Víkingur á gervigrasið á Origovellinum í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Stjarnan Mestari meistaranna eftir vítaspyrnukeppni

Stjarnan er Meistari meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Valsmenn spiluðu manni færri í 45 mínútur eftir að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var rekinn af velli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.