Íslenski boltinn

Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals segir að rasismi sé ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hurst í leik með Val. Hann lék alls 30 leiki í Pepsi-deildinni með Val og ÍBV.
Hurst í leik með Val. Hann lék alls 30 leiki í Pepsi-deildinni með Val og ÍBV. vísir/daníel
Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til.

Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum.

Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.

Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.

Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town.

Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.

Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu.

Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi.

Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×