Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals segir að rasismi sé ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2019 11:45 Hurst í leik með Val. Hann lék alls 30 leiki í Pepsi-deildinni með Val og ÍBV. vísir/daníel Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira