Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 08:15 Biden hefur fram að þessu verið talinn líklegur til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16