Enski boltinn

Engin niðurstaða í Hillsborough dómsmálinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hillsborough harmleikurinn 15. apríl 1989.
Hillsborough harmleikurinn 15. apríl 1989. Getty/ Bob Thomas

Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu.

Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal.

Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989.

Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal.

Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan.

Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn.

Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn.

15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur.

Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleik­ur­inn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool.

Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi.

Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.