Erlent

Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin

Sylvía Hall skrifar
Hugbúnaðurinn verður nú staðalbúnaður í öllum 737 MAX vélum.
Hugbúnaðurinn verður nú staðalbúnaður í öllum 737 MAX vélum. Vísir/Getty
Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum framleiðandans sem kæmi í veg fyrir rangar upplýsingar myndu setja í gang kerfi sem reyndi að koma í veg fyrir ofris vélarinnar.

Kerfið sem um ræðir kallast MCAS og er talið hafa ollið tveimur flugslysum á fimm mánuðum, einu í Indónesíu í október og öðru í Eþíópíu í mars. Sýndi kerfið ranglega fram á ofris sem varð til þess að sjálfstýring vélarinnar tók völdin og lækkaði flugið. Bráðabirgðaniðurstöður sýna fram á að flugmenn flugvélanna hafi ekki getað hækkað flugið aftur sem varð til að þær hröpuðu.

Hugbúnaðurinn verður nú staðalbúnaður í öllum 737 MAX vélum en áður hafði hann aðeins verið valkvæð öryggisviðbót. MCAS kerfið mun því aðeins lækka flugið í eitt skipti ef það skynjar ofris en ekki ítrekað, sem mun gefa flugmönnum meiri stjórn á vélinni. Þá mun það verða óvirkt ef tveir loftflæðisskynjarar sýna fram á misvísandi upplýsingar.

Fulltrúi Boeing sagði blaðamönnum í dag að fyrirtækið hygðist gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma í veg fyrir slys líkt og þau sem urðu í Indónesíu og Eþíópíu en alls létust 346 manns í slysunum.


Tengdar fréttir

Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný.

Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni

Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku.

Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi

Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×