Enski boltinn

Stuðningsmaður Manchester City þurfti að segja upp nýja starfi sínu sem lögga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta hlaup áhorfandans Harry Eccles inn á völlinn kostaði hann nýja starfið sitt sem lögreglumaður.
Þetta hlaup áhorfandans Harry Eccles inn á völlinn kostaði hann nýja starfið sitt sem lögreglumaður. Getty/Marc Atkins
Það getur verið mjög afdrifaríkt fyrir æsta stuðningsmenn félaga í ensku knattspyrnunni að missa stjórn á sér á pöllunum. Sjáið bara inn 21 árs gamla Harry Eccles.

Harry Eccles er harður stuðningsmaður Manchester City en hann var líka kominn í nýja vinnu sem lögreglumaður í Norður-Wales.

Harry þurfti hins vegar að setja upp starfinu á dögunum og ástæðan er bikarleikur Manchester City á móti Swansea City 16. mars síðastliðinn. Harry Eccles hljóp nefnilega inn á völlinn á meðan leiknum stóð og mál hans hefur nú verið tekið fyrir í dómstólnum í Swansea.





Harry Eccles skammaði sín svo fyrir hegðun sína á þessum leik að hann sagði upp störfum. Harry játaði líka sekt sína fyrir dómara og fékk átján mánaða skilorðsbundinn dóm.

Sýnt var myndband af því í réttarhöldunum þegar Harry Eccles hljóp inn á völlinn þegar Sergio Aguero var að fagna sigurmarki sínu á 88. mínútu leiksins.

Lee Davies var lögmaður Harry Eccles og það var hann sem sagði réttinum frá því að Harry hafi þurft að segja upp starfi sínu hjá North Wales Police. Lögmaðurinn talaði líka um að skjólstæðingur sinn hafi látið ofurkæti sína við þetta mikilvæga mark hlaupa með sig í gönur.

Þrír aðrir menn fengu þriggja ára bann frá fótboltaleikjum fyrir brot á sama leik. Þeir voru fundnir sekir um að sprengja reyksprengir og um óásættanlega hegðun gagnvart öryggisvörðum á Liberty leikvanginum.

Mennirnir voru hinn átján ára gamli Ellis Bottomley, hinn 32 ára gamli Joseph Eaton og  hinn 53 ára gamli Andrew Peckitt. Það var einmitt sá síðastnefndi sem sprengdi reyksprengjuna undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×