Erlent

ESB fordæmir aðgerðir gegn leiðtoga stjórnarandstöðu Venesúela

Kjartan Kjartansson skrifar
Guidó stýrir þingfundi í Caracas á þriðjudag.
Guidó stýrir þingfundi í Caracas á þriðjudag. Vísir/EPA
Ákvörðun stjórnlagaþings Venesúela um hægt verði að sækja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, til saka er alvarlegt brot á stjórnarskrá og gengur gegn grundvallarreglum réttarríkisins og aðgreiningu valds. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem stjórnvöld í Suður-Ameríkulandinu eru fordæmd.

Stjórnlagaþingið, sem Nicolás Maduro forseti stofnaði, samþykkti í vikunni að svipta Guaidó friðhelgi sem þingmaður og geta yfirvöld því handtekið hann telji þau ástæðu til. Guaidó hefur lýst sig lögmætan handahafa forsetavalds í Venesúela en hann er forseti þjóðþingsins sem var svipt völdum þegar Maduro stofnaði stjórnlagaþingið.

„Evrópusambandið hafnar ákvörðuninni sem stjórnlagaþingið sem er ekki viðurkennt tók um að aflétta þingfriðhelgi Juan Guaidó. Ákvörðunin er alvarleg brot á stjórnarskrá Venesúela og einnig réttarríkinu og aðgreiningu valds,“ segir í yfirlýsingu Evrópusambandsríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Fleiri en fimmtíu ríki hafa sagst viðurkenna Guaidó sem lögmætan handhafa forsetavalds, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og flestar ríkisstjórnir í Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld hafa varað ríkisstjórn Maduro við því að skerða svo mikið sem hár á höfði Guaidó


Tengdar fréttir

Maduro ögrar Bandaríkjunum

Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn.

Rússnesk hergögn í Caracas

Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×