Erlent

Maduro ögrar Bandaríkjunum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Juan Guaidó.
Juan Guaidó. Nordicphotos/AFP
Juan Guaidó, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær frá því að leyniþjónustumenn hefðu handtekið Roberto Marrero, starfsmannastjóra sinn. Guaidó er samkvæmt þinginu starfandi forseti þar sem þingið álítur forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Nicolás Maduro forseti er ósammála þessu og heldur enn völdum.

Þessar deilur um forsetaembættið hafa vakið heimsathygli og ríki á borð við Bandaríkin og Ísland hafa sagst álíta Guaidó réttmætan forseta landsins. Bandaríkin hafa ítrekað varað Maduro við því að skerða hár á höfði Guaidó eða nánustu samstarfsmanna hans, ellegar muni enn frekari þvinganir verða settar á ríkið. Venesúela má alls ekki við frekari þvingunum en ríkið glímir við efnahagslegar hamfarir og gríðarlega verðbólgu.

„Þar sem þau geta ekki handtekið hinn starfandi forseta leitast þau nú við að fanga þá sem eru nánastir honum,“ sagði Guaidó í ræðu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×