Erlent

Meirihluti jökla í Ölpunum gæti horfið fyrir lok aldarinnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Hvítur dúkur hefur verið lagður yfir Rínarjökulinn í svissnesku Ölpunum til að sporna við bráðnun hans.
Hvítur dúkur hefur verið lagður yfir Rínarjökulinn í svissnesku Ölpunum til að sporna við bráðnun hans. Vísir/EPA
Tveir þriðju hlutar jökla í Ölpunum gæti horfið með hækkandi hita vegna loftslagsbreytinga fyrir lok þessarar aldar. Ný rannsókn bendir til þess að helmingur íssins í um fjögur þúsund jöklum gæti verið horfinn fyrir öldina miðja með miklum áhrifum á vatnsforða til landbúnaðar og raforkuframleiðslu.

Búast má við því að meðalhiti jarðar hækki um 3-5°C fyrir lok aldarinnar haldi núverandi aukning í losun gróðurhúsalofttegunda áfram. Þá hverfa allir skriðjöklar í Ölpunum fyrir lok aldarinnar, að sögn evrópskra jöklafræðinga.

Jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum tryggir það magn sem þegar hefur verið losað að hiti hækkar nógu mikið til að tveir þriðju hlutar jöklanna bráðni fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian.

Rannsóknin birtist í vísindaritinu The Cryosphere og var kynnt á fundi Jarðvísindasambands Evrópu í Vín í dag. Vísindamennirnir notuðu reiknilíkön og mælingar á jöklum til að spá fyrir um þróun þeirra við hlýnandi loftslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×