Stjórnarandstaðan boðar aðra vantrauststillögu gegn May Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:55 Miklar líkur eru taldar á að ríkisstjórn May fari í hundana. Vísir/EPA Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49