Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi Sighvatur Jónsson skrifar 25. mars 2019 14:30 Tveir flugmenn Icelandair verða fulltrúar félagsins á fundi hjá flugvélaframleiðandanum Boeing á miðvikudaginn. Mynd/Icelandair Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. Forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, sagði í fréttum Stöðvar í gærkvöldi, í tengslum við viðræðuslit vegna WOW air, að ef frekari töf yrði á því að félagið gæti tekið Max vélarnar frá Boeing aftur í notkun væru aðra lausnir til skoðunar. Meðal annars að leigja vélar tímabundið. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að félagið gæti vantað flugvélar í sumar þar sem ekki liggi fyrir hversu lengi Boeing vélarnar verði kyrrsettar. Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns, flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Jens Þórðarsson segir að tveir flugmenn Icelandair fari á fundinn.Grunsamlegur hugbúnaður uppfærður Boeing hefur unnið að uppfærslu hugbúnaðar Max vélanna en hann hefur verið talinn hugsanleg ástæða þess að tvær þeirra fórust. „Ef að þessi tvö slys í Eþíópíu og Indónesíu eru svipaðs eðlis þá er þessi hugbúnaður sennilega skref í átt að því að auðvelda það að réttlæta flug vélanna,“ segir Jens. Aðspurður um hversu langt ferli það geti verið að heimila flug Max véla Boeing á ný segir Jens að yfirvöld fari gaumgæfilega í gegnum málið. „Þau munu væntanlega gera sérstakar kröfur til þess að þetta verði vottað áður en þau heimila flug á vélunum, umfram það sem er venjulega gert,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný. Forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, sagði í fréttum Stöðvar í gærkvöldi, í tengslum við viðræðuslit vegna WOW air, að ef frekari töf yrði á því að félagið gæti tekið Max vélarnar frá Boeing aftur í notkun væru aðra lausnir til skoðunar. Meðal annars að leigja vélar tímabundið. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að félagið gæti vantað flugvélar í sumar þar sem ekki liggi fyrir hversu lengi Boeing vélarnar verði kyrrsettar. Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa boðið rúmlega 200 manns, flugstjórum, tæknisérfræðingum og fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda, til fundar í Washingtonríki á miðvikudag. Jens Þórðarsson segir að tveir flugmenn Icelandair fari á fundinn.Grunsamlegur hugbúnaður uppfærður Boeing hefur unnið að uppfærslu hugbúnaðar Max vélanna en hann hefur verið talinn hugsanleg ástæða þess að tvær þeirra fórust. „Ef að þessi tvö slys í Eþíópíu og Indónesíu eru svipaðs eðlis þá er þessi hugbúnaður sennilega skref í átt að því að auðvelda það að réttlæta flug vélanna,“ segir Jens. Aðspurður um hversu langt ferli það geti verið að heimila flug Max véla Boeing á ný segir Jens að yfirvöld fari gaumgæfilega í gegnum málið. „Þau munu væntanlega gera sérstakar kröfur til þess að þetta verði vottað áður en þau heimila flug á vélunum, umfram það sem er venjulega gert,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira