Enski boltinn

Fjórir mánuðir þar til samningur Moyes við Man. Utd átti að renna út

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moyes í leik með Man. Utd.
Moyes í leik með Man. Utd. vísir/getty
Eins og við mátti búast hefur ekki verið auðvelt fyrir Man. Utd að fylla skarðið sem Sir Alex Ferguson skildi eftir sig er hann hætti með liðið árið 2013.

Upprunalegi arftaki hans var David Moyes en hann skrifað undir hvorki meira né minna en sex ára samning við félagið í júlí 2013. Sá samningur hefði sem sagt átt að renna út í sumar.

Moyes var ekki nálægt því að klára árin sex því hann náði ekki að klára heilt tímabil. Var rekinn í apríl 2014. Við starfinu tók þá Hollendingurinn Louis van Gaal.





Van Gaal hélt starfinu í tvö ár en var rekinn í maí árið 2016. Jose Mourinho tók við að af honum og kláraði tímabilið. Hann var svo rekinn síðasta desember og Ole Gunnar Solskjær tók við.

Á sama tíma hefur Moyes stýrt West Ham, Sunderland og Real Sociedad. Hann mun þó væntanlega skála í sumar er samningur hans við Man. Utd tekur formlega enda. Samningur sem gerði hann ansi ríkan.


Tengdar fréttir

Solskjær: Þetta er draumastarfið

Ole Gunnar Solskjær skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við Man. Utd en ráðning hans kemur lítið á óvart enda hefur hann gjörbreytt leik liðsins á mettíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×