Enski boltinn

Ole Gunnar verður við stýrið næstu þrjú árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær fagnar í Meistaradeildarleiknum eftirminnilega gegn PSG.
Solskjær fagnar í Meistaradeildarleiknum eftirminnilega gegn PSG. vísir/getty
Manchester United tilkynnti í morgun að félagið væri loksins búið að ráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins til frambúðar.Solskjær átti upprunalega aðeins að stýra liðinu út þessa leiktíð en undir hans stjórn hefur liðið blómstrað. Því hefur félagið eðlilega samið við hann til lengri tíma.Samningur Solskjær við United er til þriggja ára. Þessi 45 ára gamli Norðmaður tók við liðinu í desember er Jose Mourinho var rekinn. Solskjær var leikmaður Man. Utd í ellefu ár og skoraði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999.Er Solskjær tók við liðinu var það í sjötta sæti og ellefu stigum frá toppsætinu. Undir stjórn Solskjær hefur United aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum.Solskjær er þess utan kominn með United í átta liða úrslit í Meistaradeildinni en þangað komst félagið síðast 2014.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.