Enski boltinn

Solskjær: Þetta er draumastarfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær hefur slegið í gegn sem stjóri Man. Utd.
Solskjær hefur slegið í gegn sem stjóri Man. Utd. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við Man. Utd en ráðning hans kemur lítið á óvart enda hefur hann gjörbreytt leik liðsins á mettíma.

„Mér hefur alltaf liðið eins og heima hjá mér hjá þessu sérstaka félagi. Það var heiður að spila hérna og að byrja minn þjálfaraferil hjá félaginu,“ sagði Solskjær í morgun.

„Síðustu mánuðir hafa verið ótrúleg reynsla fyrir mig og ég vil þakka öllu samstarfsfólki mínu fyrir sín góðu verk. Þetta er draumastarfið mitt og ég get eiginlega ekki lýst því hvað ég er spenntur að fá að sinna starfinu áfram. Vonandi næ ég þeim árangri með liðið sem stuðningsmenn liðsins eiga skilið.“

Ed Woodward, stjórnarformaður Man. Utd, sagðist ekki vera í vafa um að Solskjær væri rétti maðurinn fyrir United.

„Hann er rétti maðurinn og á skilið að hafa fengið þennan samning. Frammistaða hans talar sínu máli og hann færir félaginu meira en góð úrslit,“ sagði Woodward.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×