Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:51 Blóm til minningar um Heather Heyer sem lést af völdum nýnasista í Charlottesville þegar ár var liðið frá dauða hennar. Vísir/EPA Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04