Íslenski boltinn

Björk spilar ekki fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla: „Ekki harka af þér“

Björk Björnsdóttir markvörður HK/Víkings í Pepsi-deild kvenna hefur mátt þola andlega vanlíðan af höfuðhöggi sem hún fékk í fótboltanum. Hún sendir segir fólk ekki að harka af sér höfuðhögg.

Björk tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki leika fótbolta næsta sumar og segir hún að það hafi margt og mikið gerst síðan hún fékk fyrsta höfuðhöggið.

„Ég rotaðist 2017 í leik á móti ÍA,“ sagði Björk í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég fylgdi leiðbeiningum um bataferli eftir höfuðhögg sem er inni á KSÍ.“

„Ég byrjaði svo að æfa aftur um haustið á undirbúningstímabilinu og ég fann fyrir því að ég var ólík sjáfum sér. Ég var hætt að ráða við aðstæður sem ég hafði ráðið við áður.“

„Ég fann að ég höndlaði ekki það sem ég hafði höndlað áður. Ég var búinn að koma mér inn í hóp á Facebook sem hét heilameistarar. Þar var safnað saman upplýsingum og það tengdi við mína erfiðleika.“

Björk leitaði svo til læknis þar sem kom skýring á margt sem hafði gengið á undanfarna mánuði.

„Þar kom í ljós að ég má ekki spila í sex mánuði vegna þess að áhættan á öðru höfuðhöggi er mikil. Það getur haft verri afleiðingar og það kom í ljós að andlegu erfiðleikarnir og þessar breytingar mega vekja til höggsins sem ég fékk.“

„Ég vona að fræðslan og þekkingin verði betri og meiri og að þeir næstu á eftir mér geti byrjað fyrr en ég,“ sagði Björk sem var með einföld skilaboð: „Hvíla. Fara útaf. Ekki harka af þér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×