Brexit-laus útgöngudagsetning Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Mörg eru ósátt við töfina og minna á atkvæðagreiðsluna. Nordicphotos/AFP Bretar hefðu gengið út úr Evrópusambandinu (ESB) í dag samkvæmt upphaflegum útgöngudegi. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en ferlið hefur verið þyrnum stráð að undanförnu. Staðan er afar óljós og í rauninni ómögulegt að segja til um hvað koma skal. Bretar þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 12. apríl. Samkvæmt breskum miðlum vill Theresa May forsætisráðherra láta reyna á það í þriðja skipti að ná meirihluta þingmanna utan um útgöngusamninginn sem hún hefur gert við ESB. Í fyrstu atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með sögulegum mun. Saman dró í annarri atkvæðagreiðslu en munurinn var þó mikill, 149 atkvæði. Þingmenn tóku völdin í Brexit-málinu fyrr í vikunni. Á miðvikudagskvöld greiddu þeir atkvæði um átta tillögur um framhaldið, aðrar en samning May. Þar á meðal voru tillögur um aðild að EFTA, tollabandalagi ESB, aflýsingu Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslu um samning May og samningslausa útgöngu. Hver einasta tillaga var felld. Minnsti munurinn var í atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að tollabandalaginu. Hún var felld með 272 atkvæðum gegn 264. Þótt lengi hafi verið rætt um að pattstaða sé komin upp í málinu á sú lýsing ef til vill betur við nú en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að ef breska þingið kæmist ekki að samkomulagi í vikunni yrði Brexit ekki frestað lengur en til 12. apríl. Útgangan yrði því í raun samningslaus. „Við sáum átta „nei“ í gærkvöldi. Núna þurfum við að sjá eitthvert „já“ um framhaldið.“Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu á miðvikudag. Fréttablaðið/AFPÍ von um að koma samningi sínum í gegnum þingið hefur May lofað að segja af sér ef samningurinn verður samþykktur. Vonast þar með til þess að persónuleg óvild þingmanna úr eigin flokki í hennar garð dugi til að fá þá til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þetta loforð og fyrrnefnd pattstaða virðist hafa borið nokkurn árangur. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga hörðustu Brexit-sinnanna innan Íhaldsflokksins, greiddi atkvæði gegn samningnum í fyrstu tvö skiptin. Í gær sagðist hann ætla að styðja plaggið. „Samningurinn varð ekkert skyndilega betri. Hinir valkostirnir eru einfaldlega verri. Ég styð samninginn og vona að DUP taki sömu ákvörðun. Við þurfum að bíða og sjá hvað þau gera.“ Og þar virðist helsti vandi May liggja þessa stundina. Þótt ósáttir Íhaldsmenn séu margir hverjir komnir með henni í lið dugar það ekki til. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reiðir sig á stuðning DUP, eða Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírsks smáflokks. DUP hefur greitt atkvæði gegn samningnum í bæði skipti. Afstaða flokksins grundvallast einkum á andstöðu við svokallaða varúðarráðstöfun um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, eða Bretlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar þurfi að fara að stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi og við þá uppskiptingu geta DUP-liðar ekki sætt sig. Dagskrá þingsins í dag lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. Þingflokksformaður Íhaldsflokks sagðist ætla að leggja fram tillögu um Brexit fyrir daginn í dag. John Bercow þingforseti hefur áður neitað því að heimila atkvæðagreiðslu um samninginn ef hann er í sömu mynd og áður var felld. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Bretar hefðu gengið út úr Evrópusambandinu (ESB) í dag samkvæmt upphaflegum útgöngudegi. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en ferlið hefur verið þyrnum stráð að undanförnu. Staðan er afar óljós og í rauninni ómögulegt að segja til um hvað koma skal. Bretar þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 12. apríl. Samkvæmt breskum miðlum vill Theresa May forsætisráðherra láta reyna á það í þriðja skipti að ná meirihluta þingmanna utan um útgöngusamninginn sem hún hefur gert við ESB. Í fyrstu atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með sögulegum mun. Saman dró í annarri atkvæðagreiðslu en munurinn var þó mikill, 149 atkvæði. Þingmenn tóku völdin í Brexit-málinu fyrr í vikunni. Á miðvikudagskvöld greiddu þeir atkvæði um átta tillögur um framhaldið, aðrar en samning May. Þar á meðal voru tillögur um aðild að EFTA, tollabandalagi ESB, aflýsingu Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslu um samning May og samningslausa útgöngu. Hver einasta tillaga var felld. Minnsti munurinn var í atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að tollabandalaginu. Hún var felld með 272 atkvæðum gegn 264. Þótt lengi hafi verið rætt um að pattstaða sé komin upp í málinu á sú lýsing ef til vill betur við nú en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að ef breska þingið kæmist ekki að samkomulagi í vikunni yrði Brexit ekki frestað lengur en til 12. apríl. Útgangan yrði því í raun samningslaus. „Við sáum átta „nei“ í gærkvöldi. Núna þurfum við að sjá eitthvert „já“ um framhaldið.“Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu á miðvikudag. Fréttablaðið/AFPÍ von um að koma samningi sínum í gegnum þingið hefur May lofað að segja af sér ef samningurinn verður samþykktur. Vonast þar með til þess að persónuleg óvild þingmanna úr eigin flokki í hennar garð dugi til að fá þá til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þetta loforð og fyrrnefnd pattstaða virðist hafa borið nokkurn árangur. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga hörðustu Brexit-sinnanna innan Íhaldsflokksins, greiddi atkvæði gegn samningnum í fyrstu tvö skiptin. Í gær sagðist hann ætla að styðja plaggið. „Samningurinn varð ekkert skyndilega betri. Hinir valkostirnir eru einfaldlega verri. Ég styð samninginn og vona að DUP taki sömu ákvörðun. Við þurfum að bíða og sjá hvað þau gera.“ Og þar virðist helsti vandi May liggja þessa stundina. Þótt ósáttir Íhaldsmenn séu margir hverjir komnir með henni í lið dugar það ekki til. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reiðir sig á stuðning DUP, eða Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírsks smáflokks. DUP hefur greitt atkvæði gegn samningnum í bæði skipti. Afstaða flokksins grundvallast einkum á andstöðu við svokallaða varúðarráðstöfun um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, eða Bretlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar þurfi að fara að stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi og við þá uppskiptingu geta DUP-liðar ekki sætt sig. Dagskrá þingsins í dag lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. Þingflokksformaður Íhaldsflokks sagðist ætla að leggja fram tillögu um Brexit fyrir daginn í dag. John Bercow þingforseti hefur áður neitað því að heimila atkvæðagreiðslu um samninginn ef hann er í sömu mynd og áður var felld.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28