Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 14:46 Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. EPA/David Maung Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. Eftir að þessir 29 aðilar höfðu beðið tíu tíma voru þau færð í hald landamæravarða. Nú tæpum mánuði síðar eru sautján þeirra enn í haldi. Þingmenn Demókrataflokksins hafa sent bréf til Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, og kalla eftir því að fólkinu verði sleppt úr haldi, þá fái að hitta börn sín á nýjan leik og halda hælisumsóknum sínum áfram. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í athvörfum, hjá ættingjum eða jafnvel hjá fósturfjölskyldum.Samkvæmt Washington Post var um 430 foreldrum vísað frá Bandaríkjunum án barna sinna.Sjá einnig: Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraðiÞessi 29 sem um ræðir í þessu tilviki töldu það besta sem þau gátu gert vera að ferðast aftur til Bandaríkjanna og ræða við bandaríska embættismenn. Tólf þeirra voru með önnur börn með sér. Þeim var sleppt úr haldi og sagt að mæta fyrir dómara á einhverjum tímapunkti.Sjá einnig: Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vitaBandarísku samtökin American Civil Liberties Union hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni, til að reyna að fá það í gegn að 52 foreldrum verði hleypt inn í Bandaríkin svo þau geti hitt börn sín og sækja um hæli. Þeim málaferlum er ekki lokið. Washington Post segir einhverja foreldra sem vísað var frá Bandaríkjunum án barna sinna hafa ákveðið að gefa börnin eftir og vonast til þess að þau fái hæli í Bandaríkjunum. Þá vonist einhverjir til þess að þeim verði hleypt aftur til Bandaríkjanna seinna meir, svo þau geti verið með börnum sínum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. Eftir að þessir 29 aðilar höfðu beðið tíu tíma voru þau færð í hald landamæravarða. Nú tæpum mánuði síðar eru sautján þeirra enn í haldi. Þingmenn Demókrataflokksins hafa sent bréf til Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, og kalla eftir því að fólkinu verði sleppt úr haldi, þá fái að hitta börn sín á nýjan leik og halda hælisumsóknum sínum áfram. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í athvörfum, hjá ættingjum eða jafnvel hjá fósturfjölskyldum.Samkvæmt Washington Post var um 430 foreldrum vísað frá Bandaríkjunum án barna sinna.Sjá einnig: Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraðiÞessi 29 sem um ræðir í þessu tilviki töldu það besta sem þau gátu gert vera að ferðast aftur til Bandaríkjanna og ræða við bandaríska embættismenn. Tólf þeirra voru með önnur börn með sér. Þeim var sleppt úr haldi og sagt að mæta fyrir dómara á einhverjum tímapunkti.Sjá einnig: Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vitaBandarísku samtökin American Civil Liberties Union hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni, til að reyna að fá það í gegn að 52 foreldrum verði hleypt inn í Bandaríkin svo þau geti hitt börn sín og sækja um hæli. Þeim málaferlum er ekki lokið. Washington Post segir einhverja foreldra sem vísað var frá Bandaríkjunum án barna sinna hafa ákveðið að gefa börnin eftir og vonast til þess að þau fái hæli í Bandaríkjunum. Þá vonist einhverjir til þess að þeim verði hleypt aftur til Bandaríkjanna seinna meir, svo þau geti verið með börnum sínum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent