Íslenski boltinn

Haukar tóku stig af Blikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Mikkelsen spilaði allan leikinn fyrir Blika í kvöld.
Thomas Mikkelsen spilaði allan leikinn fyrir Blika í kvöld. vísir/getty
Haukar gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli gegn silfurliðinu úr Pepsi-deildinni í fyrra, Breiðablik, er liðin mættust á gervigrasinu á Ásvöllum í dag.

Haukar komust yfir úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og voru einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Ágúst Gylfason hreyfði við Blikaliðinu í hálfleik og rúmlega stundarfjórðungi fyrir leikslok var það Aron Bjarnason sem jafnaði metin. Lokatölur 1-1.

Breiðablik er með tíu stig eftir fjóra leiki á toppi riðilsins en Haukarnir eru á botni riðilsins. Þetta var þeirra fyrsta stig í riðlinum.

Úrslit og markaskorarar eru frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×