Íslenski boltinn

Haukar tóku stig af Blikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Mikkelsen spilaði allan leikinn fyrir Blika í kvöld.
Thomas Mikkelsen spilaði allan leikinn fyrir Blika í kvöld. vísir/getty

Haukar gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli gegn silfurliðinu úr Pepsi-deildinni í fyrra, Breiðablik, er liðin mættust á gervigrasinu á Ásvöllum í dag.

Haukar komust yfir úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og voru einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Ágúst Gylfason hreyfði við Blikaliðinu í hálfleik og rúmlega stundarfjórðungi fyrir leikslok var það Aron Bjarnason sem jafnaði metin. Lokatölur 1-1.

Breiðablik er með tíu stig eftir fjóra leiki á toppi riðilsins en Haukarnir eru á botni riðilsins. Þetta var þeirra fyrsta stig í riðlinum.

Úrslit og markaskorarar eru frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.