Íslenski boltinn

Gary skoraði fjögur í sex marka sigri á Aftureldingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary er hann skrifaði undir samninginn við Val.
Gary er hann skrifaði undir samninginn við Val. vísir/esá

Íslandsmeistarar Vals gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk gegn B-deildarliði Aftureldingu á gervigrasinu að Hlíðarenda í kvöld.

Fyrsta markið kom á 22. mínútu er Gary Martin skoraði og sautján mínútum síðar var það vængmaðurinn Sigurður Egill Lárusson sem kom boltanum í netið.

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði þriðja markið á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og þremur mínútum síðar var röðin aftur komin að Gary.

Hann skoraði svo þriðja mark sitt á 57. mínútu og sjö mínútum síðar fullkomnaði hann fernuna. Lokatölur 6-0.

Valur er í öðru sæti riðilsins með tíu sig eftir fimm leiki en Afturelding er í fjórða sætinu með sjö stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.