Íslenski boltinn

FH skoraði sjö gegn Gróttu

Atli skoraði tvö í kvöld.
Atli skoraði tvö í kvöld. vísir/ernir

FH lenti í litlum vandræðum með Inkasso-deildarlið Gróttu er liðin mættust í Lengjubikarnum á Seltjarnanesi í kvöld. Hafnarfjarðarliðið vann leikinn 6-1 eftir að jafnt hafi verið í hálfeik, 1-1.

Grótta komst yfir á 26. mínútu en tólf mínútum síðar jafnaði hinn reyndi Atli Guðnason metin. 1- í hálfleik.

Jónatan Ingi Jónsson kom FH yfir á þriðju mínútu síðari hálfleks og á 57. mínútu skoraði Brandur Olsen þriðja mark FH.

Atli bætti við öðru marki sínu á 70. mínútu og áður en yfir lauk þá skoruðu þeir Björn Daníel Sverrisson, Jákup Thompsen og Þórir Jóhann Helgason sitt hvort markið. Lokatölur 7-1.
FH er á toppi riðilsins með tíu stig, jafn mörg og Breiðablik, en betri markahlutfall.

Grótta er í næst neðsta sæti riðilsins með fimm stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.