Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 06:31 Frá vettvangi í Christchurch. vísir/epa Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira