Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 13:31 Fólk beið í örvæntingu fyrir utan aðra moskuna þar sem árásarmaður myrti fólk með köldu blóði. Vísir/AP Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna á netinu. Samfélagsmiðlareikningar sem eru taldir tengjast árásinni deildu áróðri hvítra þjóðernissinna gegn múslimum og innflytjendum fyrir morðin. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.Reuters-fréttastofan segir að árásarmaður hafi verið með myndavél á höfðinu sem hann notaði til að streyma hluta árásanna á Facebook. Á myndbandinu sást morðinginn keyra að annarri moskunni og opna skottið á bíl sínum sem var fullt af skotvopnum og færum. Facebook lokaði aðganginum þar sem árásinni var streymt og Twitter lokaði sömu leiðis reikningi sem talinn er tengjast árásarmanni. Sá Twitter-reikningur var stofnaður í síðasta mánuði. Þar var tíst myndum af skotvopni sem var notað í árásinni á miðvikudag. Byssan var þakin hvítum stöfum, meðal annars með nöfnum annarra fjöldamorðingja sem hafa drepið í nafni kynþáttar eða trúar. Þar var einnig að finna vísun í slagorð hvítra þjóðernissinna. Skotvopnið sást greinilega á streyminu frá annarri árásinni. Einnig tísti aðstandandi reikningsins greinum um hnignun í frjósemi hvítra, hægriöfgamenn í ýmsum löndum og fréttum um meinta glæpi innflytjenda sem hafa komið ólöglega til landa.Vopnaður lögreglumaður fylgist með sjúkraliða flytja særðan mann frá annarri moskunni í dag.Vísir/APBirti myndir af einu morðvopnanna á miðvikudag Þá er árásarmaðurinn sagður hafa verið tíður gestur á spjallborði á vefsíðunni 8chan sem er þekkt fyrir að líða hvers kyns hatursorðræðu. Þar virðist hann hafa tilkynnt um ódæðið fyrir fram og sagðist ætla að ráðast á „innrásarfólkið“. Hann ætlaði sér að streyma beint frá árásinni á Facebook. Uppskar færslan jákvæð viðbrögð annarra notenda sem sendu meðal annars myndir og minni [e. Meme] sem tengjast nasisma. Eftir að árásin hófst fylgdust notendur á spjallborðinu með og lofuðu framgöngu morðingjans. Með færslunni fylgdi 74 blaðsíðna skjal sem lýst hefur verið sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu árásarmannsins. Sé mark á skjalinu takandi aðhyllist hann hvíta þjóðernishyggju. Vísaði hann til hugmynda um „þjóðarmorð“ á hvítum sem rasískir hópar halda fram að eigi sér stað í vestrænum samfélögum með komu innflytjenda. Lýsir hann aðdáun á manninum sem myrti níu kirkjugesti í kirkju blökkumanna í Suður-Karólínu árið 2015 og á Anders Behring Breivik, norska fjöldamorðingjanum, sem myrti 77 manns á Útey og Osló árið 2011. Ýmislegt í stefnuyfirlýsingunni virðist þó orka tvímælis og hafa líkur verið leiddar að því að árásarmaðurinn hafi viljað afvegaleiða eða fífla lögreglu, fjölmiðla eða aðra sem hana lesa. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur ekki nafngreint manninn sem hefur verið ákærður fyrir morð. Á Facebook-síðunni sem streymdi hluta annarrar árásarinnar sagðist morðinginn vera 28 ára gamall Ástrali. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur staðfest að einn þeirra handteknu sé Ástralí. Lögreglan segir að þeir handteknu hafi ekki verið á neinum eftirlitslista yfirvalda yfir öfgafólk. Þrír aðrir eru í haldi lögreglu en frekari upplýsingar um aðild þeirra liggja ekki fyrir. Auk fjölda skotvopna fann lögregla tvær heimatilbúnar sprengjur í bíl. AP-fréttastofan segir að fjöldamorð með skotvopni af þessu tagi séu fátíð á Nýja-Sjálandi. Mannskæðasta árásin til þessa átti sér stað árið 1990 þegar karlmaður skaut þrettán manns til bana í kjölfar nágrannaerja.Harmi sleginn maður talar í símann nærri mosku sem var vettvangur voðaverkanna í dag.Vísir/AP
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53