Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 06:31 Frá vettvangi í Christchurch. vísir/epa Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Að minnsta kosti 49 manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að aðeins sé hægt að lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás. Fjórir eru í haldi grunaðir um verknaðinn, þrír karlar og ein kona, en Mike Bush, lögreglustjóri, segist ekki geta útilokað að fleiri sem eigi aðild að ódæðinu gangi lausir. Einn af árásarmönnunum er ástralskur ríkisborgari. Árásarmennirnir er lýst sem öfgahægrimönnum. Ardern ávarpaði þjóð sína núna rétt rúmlega hálfsjö að íslenskum tíma. Áður hafði hún ávarpað þjóðina í nótt, skömmu eftir árásina. Að sögn Ardern var enginn hinna grunuðu á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. „Við Nýsjálendingar vorum ekki valin í þessa árás vegna þess að við látum rasisma óátalinn eða vegna þess að við erum land öfganna. Við vorum einmitt valin vegna þess að við erum ekkert af þessu,“ sagði Ardern í ávarpi sínu nú í morgun. „Við stöndum fyrir fjölbreytni og samkennd, að vera heimili fyrir þá sem deila okkar gildum, skjól fyrir þá sem það þurfa. Þessi gildi verða ekki og mega ekki brotna vegna þessarar árásar. Við erum stolt þjóð með meira en 200 kynþætti og 160 tungumál,“ sagði Ardern. Vitni hafa lýst því að þau hafi séð fólk hlaupa burt eins og það ætti lífið að leysa. Þá lá blóðugt fólk á jörðinni fyrir utan aðra moskuna. Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hafa fundið bíla sem búið var að festa sprengjur við og hefur að öllum líkindum átt að sprengja þá í loft upp.Fréttin var uppfærð klukkan 08:09 með upplýsingum um fjölda látinna. Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira