Leita manns í tengslum við árásina í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:41 Lögregla birti þessa mynd af manninum sem lýst er eftir. Mynd/Lögreglan í Utrecht Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni. Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni.
Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52