Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:52 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019 Holland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019
Holland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira