Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela. Vísir/EPA Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira