Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela. Vísir/EPA Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira