Erfiðar kosningar bíða Netanjahús Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Benny Gantz gæti hirt forsætisráðuneytið af Netanjahú. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47