Erlent

Réðst á fyrrverandi konu og börn í Helsinki

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Helsinki. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Frá Helsinki. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA
Karlmaður á fertugsaldri sem er grunaður um að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu og vin hennar og sært þrjú börn hans og konunnnar fyrir utan barnaathvarf í Helsinki í Finnlandi í dag gengur enn laus. Ekki er ljóst hversu alvarleg sár fólksins eru.

Að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE er maðurinn fæddur árið 1985. Hann er grunaður um tilraunir til mannsdráps og meiriháttar líkamsárásir. Vitni segir að hann hafi komið sé undan á hlaupum eftir að hafa ráðist á fólkið fyrir utan athvarf fyrir börn í Haaga-hverfinu í Helsinki.

Athvarfinu, sem er rekið af einkafyrirtæki, var lokað eftir árásina. YLE segir að það bjóði upp á vernd fyrir börn og ungmenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×