Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:30 Michael Cohen svaraði spurningum þingmanna í um sjö tíma. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30