Erlent

Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jussie Smollett.
Jussie Smollett. Kamil Krzaczynski/AP

Kviðdómur í Chicago í Bandaríkjunum hefur ákært bandaríska leikarann Jussie Smollett fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig og kæra til lögreglunnar. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett af kviðdómnum eru sextán talsins. Áður höfðu sækjendur málsins ákært hann fyrir að ljúga í skýrslutöku hjá lögreglu.



Smollett er gefið að sök að hafa borgað tveimur bræðrum fyrir að sviðsetja árás á hann í lok janúar síðastliðins. Í kjölfarið á Smollett þá að hafa tilkynn hina meintu árás til lögreglunnar, auk þess sem hann er talinn hafa sent sjálfum sér bréf sem innihélt níðyrði um samkynhneigða og þeldökka, en Smollett er bæði. Lögreglan í Chicago segir Smollett hafa sviðsett árásina til þess að auak frama sinn í leikaraheiminum.



Hinn 36 ára gamli Smollett er þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Empire, en honum var í síðasta mánuði vikið úr þættinum vegna málsins. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Smollett beðið meðleikara sína í þáttunum afsökunar vegna málsins en heldur þó fram sakleysi sínu.



Réttarhöld yfir Smollett munu hefjast 16. mars og hafa lögfræðingar leikarans sagst ætla að setja fram harðfylgna vörn til handa Smollett sem þeir segja vera „ungan mann með óaðfinnanlegt innræti.“


Tengdar fréttir

Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns

Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×