Íslenski boltinn

Annað tap Stjörnunnar í Lengjubikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Páll er þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll er þjálfari Stjörnunnar. vísir/bára
Stjarnan tapaði sínum öðrum leik í riðli eitt í A-deild Lengjubikarsins er liðið tapaði fyrir Inkasso-deildarliði Þórs í Boganum í dag.

Það var mikið fjör fyrsta stundarfjórðunginn. Dino Gavric kom Þór yfir á fjórðu mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðinn 2-0 eftir að Jakob Snær Árnason skoraði.

Hilmar Árni Halldórsson minnkaði muninn fyrir Stjörnuna eftir stundarfjórðung. Ekkert mark var skorað síðustu 75 mínútur leiksins en eitt rautt spjald fór á loft tólf mínútum fyrir leikslok er Brynjar Gauti Guðjónsson fékk sitt annað gula spjald.

Þetta er annað tap Stjörnunnar í riðlinum. Áður höfðu þeir steinlegið fyrir ÍA, 6-0 en Stjörnumenn eru með sex stig í riðlinum, jafn mörg stig og Þórsarar sem eru sæti ofar, eða í þriðja sæti riðilsins.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×