Íslenski boltinn

Atli Hrafn og Júlíus orðnir Víkingar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Atli Hrafn og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í dag
Atli Hrafn og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í dag mynd/víkingur

Víkingur hefur fengið þá Atla Hrafn Andrason og Júlíus Magnússon til liðs við félagið fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

Atli Hrafn kemur til Víkings frá enska knattspyrnufélaginu Fulham, en hann hefur verið á mála hjá Lundúnaliðinu síðan árið 2016 og spilað með varaliði Fulham.

Atli, sem er fæddur árið 1999 og uppalinn hjá KR í Vesturbænum, var á láni hjá Víkingum frá Fulham síðasta sumar og spilaði 11 leiki fyrir Víking í Pepsideildinni.

Júlíus kemur einnig til Víkinga erlendis frá, hann hefur spilað fyrir U21 árs lið Heerenveen í Hollandi síðustu ár. Hann er fæddur árið 1998 og hefur verið fastamaður í U21 landsliði Íslands.

Hann fór frá Víkingum til Hollands árið 2015 en snýr nú heim.

Atli verður löglegur með Víkingi þegar liðið mætir Breiðabliki í Lengjubikarnum á morgun en Júlíus verður ekki kominn með leikheimild í tæka tíð fyrir þann leik. Hans fyrsti leikur verður því líklega gegn Gróttu að viku liðinni.

Víkingur endaði í níunda sæti Pepsideildarinnar síðasta haust og byrjaði riðil 4 í Lengjubikarnum á því að tapa fyrir FH. Víkingar eiga opnunarleik Pepsi Max deildarinnar í vor þegar þeir mæta á Origovöllinn til Íslandsmeistara Vals föstudaginn 26. apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.