Erlent

Mannfall meðal borgara í Afganistan nær nýjum hæðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sameinuðu þjóðirnar segja 3.804 borgara hafa fallið og 7.189 hafa særst í fyrra og ellefu prósentum fleiri hafa dáið á milli ára. Á meðal hinna látnu eru 927 börn.
Sameinuðu þjóðirnar segja 3.804 borgara hafa fallið og 7.189 hafa særst í fyrra og ellefu prósentum fleiri hafa dáið á milli ára. Á meðal hinna látnu eru 927 börn. AP/Rahmat Gul
Fleiri almennir borgara féllu í Afganistan í fyrra en nokkurn tímann áður frá 2009. Sameinuðu þjóðirnar segja 3.804 borgara hafa fallið og 7.189 hafa særst í fyrra og ellefu prósentum fleiri hafa dáið á milli ára. Á meðal hinna látnu eru 927 börn. Sjálfsmorðs- og sprengjuárásir voru gífurlega margar í fyrra en rannsakendur SÞ segja að rúmlega 500 manns hafi fallið í loftárásum en þeim árásum hefur fjölgað gífurlega.

Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að vísvitandi árásum á borgara hafi fjölgað.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að minnst 32 þúsund almennir borgarar hafi fallið og um 60 þúsund hafi særst á þeim áratug sem dauðsföll hafa verið tekin saman. Tadamichi Yamamotu, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Afganistan, segir bestu leiðina til að koma í veg fyrir frekari mannfall meðal borgara vera að binda enda á átökin.



Hann segir mannfall meðal almennra borgara vera óásættanlegt.

Friðarviðræður á milli Talibana og Bandaríkjanna hafa átt sér stað á undanförnu og verður haldin ný samningalota í Katar á morgun, samkvæmt BBC.



Ashraf Ghani, forseti Afganistan, sagði í byrjun ársins að rúmlega 45 þúsund hermenn og lögregluþjónar hefðu fallið í árásum og átökum við Talibana frá því hann tók við völdum árið 2014.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×