Íslenski boltinn

Danskur sóknarmaður lánaður til Stjörnunnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nimo mættur í Garðabæinn
Nimo mættur í Garðabæinn Stjarnan á Facebook
Stjarnan hefur gert eins árs lánssamning við danska úrvalsdeildarliðið AGF og mun danski sóknarmaðurinn Nimo Gribenco leika með Garðbæingum í Pepsi Max deildinni í sumar.

Gribenco er 22 ára gamall framherji sem kom til reynslu hjá Stjörnunni í upphafi árs og hefur nú verið gengið frá lánssamningi.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliði AGF á ferlinum en hann lék 5 leiki í dönsku úrvalsdeildinni tímabilið 2016/2017 en hefur síðan þá leikið með varaliði félagsins.

Stjarnan hafnaði í 3.sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að verða bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×