Gera grín að Mohamed Salah á netinu og ekki að ástæðulausu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 16:00 Mohamed Salah í leiknum um helgina. getty/Robbie Jay Barratt Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira