Gera grín að Mohamed Salah á netinu og ekki að ástæðulausu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 16:00 Mohamed Salah í leiknum um helgina. getty/Robbie Jay Barratt Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Liverpool framherjinn Mohamed Salah hefur mátt þola mikla gagnrýni og háð á samfélagsmiðlum eftir mjög slaka frammistöðu sína á móti Manchester United í gær. Mohamed Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en fólk hefur verið duglegt að benda á það að hann hefur skorað 16 af 17 mörkum sínum á móti slakari liðum deildarinnar. Frammistaða Egyptans á móti Manchester United á Old Trafford var enn eitt dæmið um bitleysi Salah á móti liðum sem seta stefnuna á að berjast um enska meistaratitilinn við Liverpool. Netverjar gera grín að Mohamed Salah á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu því tölfræðin sýnir það og sannar að Salah getur ekkert á móti bestu liðunum. Dæmi um slíkt grín er hér fyrir neðan.Salah emerging from Luke Shaw's pocket pic.twitter.com/D3ZSK6u5Qe — Joga (@JogaBonito1968) February 24, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað meira að segja að taka út sína stærstu stjörnu í stöðunni 0-0 enda var Mohamed Salah aldrei með í þessum leik í gær. Áhyggjuefnið er þó ekki aðeins þessi leikur í gær heldur frammistaða Mohamed Salah í leikjum á móti bestu liðum deildarinnar. Það er nefnilega engin nýmæli að Salah gerir lítið á móti liðum eins og Manchester United, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Arsenal.Mohamed Salah’s touches were clustered in areas on the edge of the box and outside. It means he still has only one goal against a big-six side this season (a penalty against Arsenal). By @_pauljoycehttps://t.co/VCeJ7QfrSxpic.twitter.com/3J5STrZWaw — Anfield HQ (@AnfieldHQ) February 25, 2019Mohamed Salah hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum á móti sex stærstu liðunum á þessu tímabili og það mark kom úr vítaspyrnu á móti Arsenal. Í sama leik, sem Liverpool vann 5-1, kom líka eina stoðsendingin hans á móti bestu liðunum. Salah hefur aftur á móti komið að 23 mörkum í 19 leikjum á móti hinum fjórtán liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu er rosalegur munur. Mohamed Salah á móti bestu liðunum í vetur: 2-1 sigur á Tottenham: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Chelsea: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 1-1 jafntefli við Arsenal: 0 mörk + 0 stoðsendingar 3-1 sigur á Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar 5-1 sigur á Arsenal: 1 mark + 1 stoðsending 2-1 tap fyrir Manchester City: 0 mörk + 0 stoðsendingar 0-0 jafntefli við Manchester United: 0 mörk + 0 stoðsendingar Samtals: 1 mark og 1 stoðsending í 8 leikjum Á móti öðrum liðum: 16 mörk og 7 stoðsendingar í 19 leikjum. Mohamed Salah hefur mætt Manchester United fjórum sinnum á tveimur tímabilum sínum með Liverpool en hefur enn ekki náð að skora eða leggja upp mark á móti erkifjendum Liverpool.Four Premier League games against Manchester United for Mo Salah with Liverpool: No goals. No assists. Live https://t.co/RpuJ1ZvtKa#MUNLIV#MUFC#LFCpic.twitter.com/R6LZe8SGdG — Match of the Day (@BBCMOTD) February 24, 2019Annars er öll sóknarlína Liverpool í vandræðum á móti vörn Manchester United eins og sést á tölfræðinni hjá þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino. Saman hafa þessi þrír frábæru fótboltamenn aðeins komið samtals að tveimur mörkum í leikjum á móti Manchester United. Sadio Mané er með 1 mark í 4 leikjum og Roberto Firmino er með 1 stoðsendingu í 8 leikjum. Mohamed Salah er hins vegar fastur í núllinu á báðum vígstöðvum.Sadio Mané: 1 goal Mohamed Salah: 0 goals Roberto Firmino: 0 goals Manchester United have got the formula. pic.twitter.com/8lpIV3DjiC — Squawka Football (@Squawka) February 24, 2019Liverpool þurfti á magnaðri innkomu hjá Svisslendingnum Xherdan Shaqiri að halda til að landa sigri á Manchester United í fyrri leiknum. Xherdan Shaqiri kom líka inn á í leiknum í gær sem og Divock Origi sem hafði bjargað Liverpool á móti Everton fyrr í vetur. Það breytti engu og Liverpool skapaði ekkert í leiknum. Liverpool komst í efsta sætið þökk sé stiginu á Old Trafford en þarf nauðsynlega á einhverju meiru að halda frá Mohamed Salah ætli liðið að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár.
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira