Erlent

Sterkar vís­bendingar um at­kvæða­kaup í Mol­dóvu

Atli Ísleifsson skrifar
Kosningarnar í Moldóvu fóru fram á sunnudaginn.
Kosningarnar í Moldóvu fóru fram á sunnudaginn. EPA
Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa fordæmt framkvæmd þingkosninganna í Moldóvu sem fram fóru á sunnudaginn. Eru „sterkar vísbendingar“ um víðtæk atkvæðakaup.Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem fylgdist með framkvæmd kosninganna, segir í bráðabirgðaskýrslu sinni að opinberir starfsmenn hafi verið beittir þrýstingi og að opinberir sjóðir hafi verið misnotaðir.Helstu átakalínurnar í moldóvskum stjórnmálum snúa að því hvort að landið eigi að eiga í nánari samskiptum við Rússland eða Vesturlönd.Niðurstöður kosninganna benda til að enginn flokkur sé ótvíræður sigurvegari kosninganna, en fjöldi flokka hafa sakað stjórnarflokkinn, Lýðræðisflokkinn, um kosningasvindl.Deilurnar um framkvæmd kosninganna snúa helst að aðskilnaðarhéraðinu Trans-Dniester, þar sem borgarar voru ferjaðir til annarra staða til að greiða atkvæði, en enga kjörstaði var ap finna í Trans-Dniester. Hafa ásakanir um atkvæðakaup gengið á milli flokka.Þegar búið er að telja nær öll atkvæðin mældist Sósíalistaflokkurinn, sem er jákvæður í garð aukinnar samvinnu við Rússland, stærstur með um um 31 prósent atkvæða. Forsetinn Igor Dodon tilheyrir Sósíalistaflokknum.Acum og Lýðræðislegu flokkarnir, sem báðir eru jákvæðir í garð aukinnar Evrópusamvinnu, fengu 26 og 24 prósent atkvæða.Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er eitt af fátækustu ríkjum Evrópu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.