Íslenski boltinn

Læti í nýliðunum: Sjáðu hvernig Skagamenn fóru með Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn fagna einu af mörkunum sínum.
Skagamenn fagna einu af mörkunum sínum. Mynd/S2 Sport
Skagamenn mæta aftur í PepsiMax deildina í sumar og nú undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Ef marka má úrslitin á undirbúningstímabilinu þá gæti ÍA haldið í þá venju að koma að krafti aftur upp í efstu deild.

„Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin,“ var sungið á árum áður og það gæti kannski átt aftur við á Íslandsmótinu í sumar.

Skagaliðið fór þannig mjög illa með Stjörnumenn í Lengjubikarnum á dögunum og unnu bikarmeistarana 6-0 í beinni á Stöð 2 Sport 4.

Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að setja saman athyglisvert lið sem vann Inkasso deildina á síðasta tímabili og hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum. Fyrir 6-0 sigurinn á Stjörnunni þá vann ÍA 2-0 sigur á Leikni R.

ÍA komst í 1-0 á 14. mínútu, var 3-0 yfir í hálfleik og skoraði síðan tvö síðustu mörkin á síðustu sex mínútunum.

Gonzalo Zamorano Leon kom til ÍA frá Víkingi Ólafsvík og þessi eldfljóti framherji var með þrennu á móti Stjörnunni. Hin mörkin skoruðu þeir Þórður Þorsteinn Þórðarson og Viktor Jónsson auk þess sem eitt markið var skráð sem sjálfsmark.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin sex sem Skagamenn skoruðu hjá einu besta liði landsins undanfarin sumur.



Klippa: Sex mörk Skagamanna á móti Stjörnunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×