Enski boltinn

Solskjær: Leikurinn við PSG er ekki atvinnuviðtal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Solskjær mun stýra United í fyrsta skipti í Meistaradeildinni í kvöld
Solskjær mun stýra United í fyrsta skipti í Meistaradeildinni í kvöld vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær segir það einföldun á málinu að það hvernig næstu leikir Manchester United fari muni ráða því hvort hann fái stöðu framtíðarstjóra félagsins.

Solskjær tók við United tímabundið fyrir jól þegar Jose Mourinho var rekinn. Hann hefur farið frábærlega af stað, enn ekki tapað leik og unnið 10 af 11 leikjum liðsins.

United á fram undan mjög erfiða dagskrá, leik við PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, bikarleik við Chelsea og deildarleik við Liverpool.

„Það eru enn nokkrir mánuðir eftir af tímabilinu og ég mun reyna að gera allt sem ég get fyrir félagið,“ sagði Solskjær.

„Við erum með sjálfstraust og erum búnir að finna hvers konar lið við erum.“

„Ef það væri einhvertíman tími til þess að fara inn í stórleik eins og þennan þá er það núna.“

Leikur Manchester United og PSG er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld frá klukkan 19:50.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.