Erlent

Stálu 400 ára gömlu Bonsai-tré

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ræktun Bonsai-trjáa er ástríða hjá mörgu garðyrkjufólki víða um heim. Þá er einnig algengt að fólk safni Bonsai-trjám.
Ræktun Bonsai-trjáa er ástríða hjá mörgu garðyrkjufólki víða um heim. Þá er einnig algengt að fólk safni Bonsai-trjám. vísir/getty
Japönsk hjón, þau Seiji Iimura og kona hans Fuyumi, hafa ræktað Bonsai-tré í garðinum sínum í fjölda ára.

Þau hafa nú sent þjófum sem stálu alls sjö trjám úr garðinum þeirra tilfinningaþrungna orðsendingu á samfélagsmiðlum þar sem meðal annars koma fram leiðbeiningar um hvernig hugsa á um trén.

Á meðal Bonsai-trjánna sem þjófarnir tóku er eitt sem er 400 ára gamalt.

„Við getum ekki lýst því hvernig okkur líður. Okkur þótti svo vænt um þessi tré,“ skrifar Seiji á Facebook.

 

Talið er að trén séu samtals um 118 þúsund dollara virði en þar af er hið 400 ára gamla tré langverðmætast. Er það metið á 91 þúsund dollara en það er af tegundinni Shimpaku Juniper. Tegundin er ein sú eftirsóttasta af þeim tegundum sem til eru af Bonsai.

„Shimpaku-tréð okkar hefur lifaði í 400 ár. Það mun ekki lifa eina viku án vatns,“ segir Fuyumi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×