Íslenski boltinn

Andri Rafn framlengdi við Blika

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Rafn og Ágúst Gylfason, þjálfari Blika.
Andri Rafn og Ágúst Gylfason, þjálfari Blika. mynd/breiðablik

Breiðablik gerði í dag nýjan samning við leikjahæsta leikmann félagsins í efstu deild frá upphafi, Andra Rafn Yeoman.

Miðjumaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við Blika.

Andri Rafn er þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall leikjahæsti leikmaður í sögu Blika í efstu deild með 191 deildarleik. Hann á alls að baki 302 meistaraflokksleiki með Breiðabliki og hefur hann skorað 16 mörk í þeim.

Andri Rafn meiddist í lok síðasta tímabils, í bikarúrslitaleiknum við Stjörnuna, en í tilkynningu Blika í dag segir að hann sé kominn á gott skrið aftur og það styttist í að hann mæti aftur á völlinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.