Íslenski boltinn

Gunnlaugur hættir með Þrótt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gulli tók við Þrótturum fyrir síðasta tímabil
Gulli tók við Þrótturum fyrir síðasta tímabil vísir/heimasíða Þróttar

Gunnlaugur Jónsson hefur hætt störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Þrótti. Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag.

„Gunnlaugur óskaði eftir starfslokum af persónulegum ástæðum og mikilla anna á öðrum vettvangi og var orðið við þeirri ósk og skilja leiðir í sátt allra aðila,“ segir í tilkynningunni á heimasíðu félagsins.

Gunnlaugur tók við Þrótti stuttu fyrir byrjun síðasta tímabils í Inkassodeildinni eftir að Gregg Ryder sagði skyndilega upp störfum.

Þróttur endaði í fimmta sæti Inkassodeildarinnar eftir góðan endasprett á sumrinu.

Þórhallur Siggeirsson mun taka tímabundið við aðalþjálfarastarfinu en hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari félagsins og yfirþjálfari afreksstarfs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.