Íslenski boltinn

Gunnlaugur hættir með Þrótt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gulli tók við Þrótturum fyrir síðasta tímabil
Gulli tók við Þrótturum fyrir síðasta tímabil vísir/heimasíða Þróttar
Gunnlaugur Jónsson hefur hætt störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Þrótti. Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag.

„Gunnlaugur óskaði eftir starfslokum af persónulegum ástæðum og mikilla anna á öðrum vettvangi og var orðið við þeirri ósk og skilja leiðir í sátt allra aðila,“ segir í tilkynningunni á heimasíðu félagsins.

Gunnlaugur tók við Þrótti stuttu fyrir byrjun síðasta tímabils í Inkassodeildinni eftir að Gregg Ryder sagði skyndilega upp störfum.

Þróttur endaði í fimmta sæti Inkassodeildarinnar eftir góðan endasprett á sumrinu.

Þórhallur Siggeirsson mun taka tímabundið við aðalþjálfarastarfinu en hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari félagsins og yfirþjálfari afreksstarfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×