Innlent

Vigdís kærir kosningarnar

Jakob Bjarnar skrifar

Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018.

Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Vigdís telur þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar.

Bréf Vigdísar til sýslumanns.

Vígdís birti bréf sem hún hefur sent Sýslumanninum á höfðuborgarsvæðinu, kæru þar sem segir meðal annars:

„Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar, nr. 5/1998, er kærufrestur 7 dagar að afliðnum kosningum. Eðli máls samkvæmt er sá frestur löngu liðinn, en nú hefur Persónuvernd gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og aðdraganda kosninganna sbr. úrskurður sem birtur var á vef Reykjavíkurborgar hinn 7. febrúar s.a. og lítur kærandi svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann dag.“

Þá segir ennfremur:

„Í XIV. kafla sveitarstjórnarlaga segir í 93 gr. um kosningakærur: „Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningarnar skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjög daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. Í ljósi framangreinds afhendi ég Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kæru til efnismeðferðar og úrskurðar.“

Vigdís ræddi um kæruna við útvarpsmenn Reykjavík síðdegis, sem hlusta má á hér neðar.

Vigdís birti færslu um kæruna á Facebook. Tengdar fréttir

Vanþekking á lögum orsök brotsins

Vanþekking á lögum og reglum persónuverndarréttar Reykjavíkur urðu til þess að borgin braut gegn persónuverndarlögum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor. Þá vantaði mikilvægar upplýsingar af hálfu borgarinnar í samskiptum við Persónuvernd (PRS).

Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum

Dómsmálaráðherra segir að sms-sendingar Reykjavíkurborgar til ungra kjósenda vegna síðustu sveitarstjórnarkosninga hafi verið þvert gegn ábendingum ráðuneytisins og Persónuverndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.