Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Markmið verkefnis borgarinnar var að auka kosningaþátttöku ungra kjósenda og fleiri hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira