Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 21:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36